For our Icelandic speaking guests

For our Icelandic speaking guests

Við höfum ákveðið að bjóða upp á að fólk geti tekið þátt í jeppaferð með okkur upp á Hálendi Íslands. Um er að ræða ferð Laugardaginn 22. júlí klukkan 17 til miðnættis ca og er verðið á mann 115 evrur. Ógleymanleg ferð í góðum félagsskap og við sjáum um að koma með nesti fyrir hópinn og drykki, ekki áfenga þó.

Látið okkur vita fyrir 15. júní hvort þið viljið vera með í þessu. Þetta verður dásamlegt. Jeppa leiðsögumennirnir sem fara með okkur í þessa ferð eru reyndir fjallamenn og mjög skemmtilegir og þetta er fyrirtækið www.boreal.is

Það er pláss fyrir 24 en við reynum að bæta við auka jeppa ef aðsókn verður meiri.

______

Ef þið hafið í huga að gefa okkur gjafir þá erum við að sjálfsögðu þakklát fyrir það þrátt fyrir að finnast stærsta gjöfin vera að fá ykkur til að njóta dagsins með okkur.

Ef þið eruð að hugsa um gjafir þá þætti okkur vænt um að þurfa ekki að burðast með mikið dót til baka til Hollands. Við erum lánsöm og eigum of mikið nú þegar. Þess vegna erum við með þessar hugmyndir.

Að styrkja málefni sem er ykkur hugleikið eða velja málefni sem er okkur hugleikið og styrkja

www.thp.com

eða

www.gavaproject.com

eða Læknar án landamæra – http://www.doctorswithoutborders.org/

 

Brúðkaupsferð

Eins og þið vitið þá elskum við að ferðast og höfum verið í hálfgerðri brúðkaupsferð síðan við hittumst. Það er eitthvað sem bindur okkur saman og gefur okkur innblástur. Okkur langar á einhverjum tímapunkti að fara í brúðkaupsferð, kannski á fjarlægar slóðir í Afríku, Asíu eða Suður Ameríku. Að styrkja okkur til þess að láta það verða að veruleika væri vel þegið.

Íslensk list

Okkur þykir yndislegt að hafa fallega hluti í kringum okkur. Hluti sem eiga sér sögu og fylla okkur hlýju.

Ef ykkur langar að gefa okkur gjafakort til að kaupa fallega list þá væri það líka vel þegið.

Þetta gallerí er í miklu uppáhaldi og Karólina Lárusdóttir sérstaklega.

www.gallerilist.is

Hlökkum til að sjá ykkur elskurnar okkar.

Mike og Helga Stína